Carnivore!! Hvað er það?
Carnivore mataræði er ekki nýtt af nálinni ef vel er að gáð. Margir þjóðflokkar hafa í gegn um tíðina lifað á slíku mataræði árum saman og sennilega í þúsundir ára. Í því sambandi eru oftast nefndir inúitar norður heimskautsins sem nærðust nánast eingöngu á feitu kjöti og Masaai þjóðflokkurinn í Kenýa sem borðar mikið kjöt en drekkur líka mikla mjólk og einnig blóðið úr dýrunum. Masaai fólkið hefur vakið athygli vísindamann fyrir einstaklega góða heilsu. Þá má ekki gleyma mongólum sem borða mikið kjöt og drekka mikla mjólk.
Landkönnuðurinn og vestur-íslendingurinn Vilhjálmur Stefánsson vakti athygli á mataræði inúita snemma á tuttugustu öld og sagðist sjálfur hafa nærst nánast eingöngu á kjöti og fiski í leiðöngrum sínum um Norður heimskautið en þeir leiðangarar spönnuðu samanlagt rúman áratug. Hann ásamt öðrum manni tóku svo þátt í rannsókn undir eftirliti lækna og næringarfræðinga þar sem þeir borðuðu eingöngu kjöt og dýraafurðir í eitt ár. Skemmst er frá því að segja að útkoma þeirrar rannsóknar kom öllumá óvart nema kannski Vilhjálmi sjálfum.
Carnivore mataræði nútímans vakti athygli þegar bandaríski bæklunarskurðlæknirinn og afreks íþróttamaðurinn Shawn Baker fór í viðtal hjá Joe Rogan. Þá hafði Baker fylgt carnivore mataræði í tæpt ár og hafði meðal annars afrekað það að slá heimsmet í styttri vegalengdum á Concept2 róðrarvélum. Það sem vakti ekki minni athygli var að hann hafði ekki slegið eitt heimsmet heldur hafði hann slegið heimsmet í þremur styttri vegalengdum endurtekið eða samtals 19 sinnum. Þetta afrekaði hann á um 6 mánaða tímabili eftir að hafa fylgt þessu fæði í nokkra mánuði. Þetta viðtal hjá Joe Rogan vakti gríðarlega athygli og það var þá sem athygli fólks var vakin.
Í dag virðast mjög margir og jafnvel flestir kannast við eða hafa heyrt um carnivore. Fjöldi fólks hefur prófað til lengri og skemmri tíma og einnig hafa stigið fram einstaklingar sem hafa fylgt þessu fæði í nokkur ár. Þó nokkrir hafa fylgt þessu í meira en 10 ár og hjónin Joe og Charlene Andersen hafa ekki borðað annað en kjöt í yfir 20 ár og hefur saga Charlene vakið mikla athygli.
Hér á Íslandi hefur kjötætum fjölgað jafnt og þétt meðal annars í gegn um facebook hópinn Iceland Carnivore Tribe en hann telur nú á fjórða þúsund meðlimi. Í þeim hópi eru þó nokkri búnir að fylgja þessu fæði í tvö til þrjú ár. Ég hef sjálfur ekki borðað annað en kjöt fisk egg smjör og ost í þrjú ár þegar þetta er skrifað með þeim örfáu undantekningum þó að t.d. í matarboðum ætlast ég ekki til að það sé eldað sér fyrir mig og borða oftast eitthvað meðlæti og svo hef ég fengið mér skyr með nýtýndum bláberjum og stolist til að fá mér ís á heitum sumardegi. Enda er þetta mataræði mitt lífstíll sem ég þó bregð út af ef þannig stendur á en þetta eru ekki nein trúarbrögð. Persónulega er mér líka illa viða að tala um að eitthvað sé bannað því þetta ætti að vera val sjálfráða einstaklings en ekki sífeld boð og bönn. Þó getur verið gott að taka mjög hart á því hvað er borðað og hvað ekki fyrstu vikurnar meðan verið er að aðlagast fæðinu og komast í gang. Flestir þeir sem fara á þetta fæði hafa reynt margt annað. Mjög margir koma frá einhverskonar lágkolvetna fæði eins og keto LCHF eða paleo en einnig eru ótrúlega margir að koma frá vegan fæði sem hefur endað með einhverskonar heilsubresti eins og dæmin sanna.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér carnivore mataræði og lífstíl þá læt ég fylgja hér nokkur ráð sem gott er að hafa í huga.
Að byrja á Carnivore.
Það er ekki auðvelt fyrir alla að byrja á borða eingöngu kjöt og sleppa öllum plöntum. Það fer þó eftir því hvernig hver og einn er vanur að borða.
Þeir sem eru vanir lágkolvetnafæði ættu ekki að lenda í vandræðum við “umskiptin”
Þeir sem hafa verið á “venjulegu” fæði þ.e. Kjöt fiskur kartöflur hrísgrjón grænmeti ávextir brauð og þess háttar, gætu lent í fráhvörfum frá kovetnaneyslunni. Fráhvörfin lýsa sér helst í slappleika og orkuleysi og margir verða utan við sig og kvarta undan “heilaþoku.” Þetta gerist vegna þess að hvorki vöðvar líkamans né heilinn eru vanir því að nota fitu sem aðal orku efni og eru því ekki í þjálfun til að brenna fitu undir álagi.
Til að bregðast við þessum einkennum eða fyrirbyggja er gott að drekka nóg vatn og einnig getur verið gott að salta matinn vel og jafnvel bara fá sé smá salt af og til. Saltþörf líkamans er mun meiri á kolvetna lausu fæði, allavega fyrst um sinn.
Hvernig kjöt.
Mikilvægt er að prófa sig áfram. Hver og einn þarf að finna hvaða fitumagn hentar. Flestir tala um 20% fitu og er þá verið að tala um sjónmat. Fitan er nauðsynleg því hún tryggir að það litla sem ekki frásogast af kjötinu komist í gegn og út hinumegin. Þess má geta að kjöt frásogast 95-97% á meðan kornmeti og grænmeti frásogast 70-80% þannig að það er mun minna sem þarf í gegn.
Þeir sem eru carnivore fylgja mismunandi “reglum” varðandi matmálstíma. Sumir borða oft og aðrir sjaldan. Algengast virðist að borða tvisvar til þrisvar. Nokkuð algengt er líka að borða einu sinni á dag. Ágæt regla er að borða þegar við erum svöng og þangað til við erum södd. Þess á milli ekkert.
Hver og einn verður að finna sinn takt í þessu. Bæði hvað varðar matmálstíma og hvort það á að fylgja einhverri reglu um hvað er í boði. Það er sennilega hægt að flokka carnivore í nokkra
flokka.
Til dæmis svona:
1) Hardcore: Bara rautt kjöt og vatn
2) All meat: Allt kjöt
3) Animal: Allt kjöt fiskur og innmatur
4) Zero carb: Eingöngu dýraafurðir. Allt hér að ofan og að auki smjör egg og ostar.