Ég heiti Ævar Austfjörð. Ég er fæddur á Húsavík 1968. Ég bjó á Húsavík til 19 ára aldurs þegar ég flutti til Reykjavíkur. Upphaflega ætlaði ég að læra til þjóns og síðan til kokks en lífið æxlaðist þannig að ég flutti norður til Akureyrar og lærði kjötiðn hjá Kjötiðnaðarstöð KEA, nú Norðlenska. Ég tók sveinspróf frá VMA 1994. Ég Vann við kjötvinnslu allt til 2001 þegar ég réði mig sem kokk á hotel Húsavík. Síðan hef ég að mestu starfað við matreiðslu. Ég lærði Matartækni í fjarnámi við VMA og útskrifaðist 2016. Matartækninám er ígildi sveinsprófs. Ég var yfir Bryti hjá HSU í vestmannaeyjum frá 2013-2019 eða þar til ég flutti frá Vestmannaeyjum á Selfoss í ágúst 2019. Þá hóf ég störf sem yfirmatráður Flúðaskóla og starfa þar.
Ég er giftur Ásu Sif Tryggadóttur á tvær dætur tvö barnabörn tvö stjúpbörn og svo eigum við tvo hunda.