UM MIG

Ég heiti Ævar Austfjörð. Ég er fæddur á Húsavík 1968. Ég bjó á Húsavík til 19 ára aldurs þegar ég flutti til Reykjavíkur. Upphaflega ætlaði ég að læra til þjóns og síðan til kokks en lífið æxlaðist þannig að ég flutti norður til Akureyrar og lærði kjötiðn hjá Kjötiðnaðarstöð KEA, nú Norðlenska. Ég tók sveinspróf frá VMA 1994. Ég Vann við kjötvinnslu allt til 2001 þegar ég réði mig sem kokk á hotel Húsavík. Síðan hef ég að mestu starfað við matreiðslu. Ég lærði Matartækni í fjarnámi við VMA og útskrifaðist 2016. Matartækninám er ígildi sveinsprófs. Ég var yfir Bryti hjá HSU í vestmannaeyjum frá 2013-2019 eða þar til ég flutti frá Vestmannaeyjum á Selfoss í ágúst 2019. Þá hóf ég störf sem yfirmatráður Flúðaskóla og starfa þar.

Ég er giftur Ásu Sif Tryggadóttur á tvær dætur tvö barnabörn tvö stjúpbörn og svo eigum við tvo hunda.

Áhugi minn á næringu hefur alltaf verið mikill en hann óx þó gríðarlega vorið 2012 þegar ég fékk blóðtappa í höfuðið. Tappinn var sem betur fer minniháttar og olli litlu tjóni. Þegar að loknum rannsóknum, læknar sögðu mér að ég yrði að borða hollt og borða minna ásamt því að hreyfa mig meira og taka inn nokkur mismunandi lyf lagðist ég í mínar eigin rannsóknir og grúsk á mataræði og heilsu. Þær æfingar enduðu með því að ég fór að tileinka mér lágkolvetnafæði. Ég hef síðan fylgt einhverskonar LKL fæði sem um áramótin 2016-2017 endaði með að ég fór að fikta við Carnivore mataræði. Það var svo í ágúst 2017 sem ég tók þátt í lítilli alþjóðlegri tilraun sem Shawn Baker stóð fyrir. Sú tilraun snérist um að borða eingöngu kjöt og drekka eingöngu vatn í 90 daga. Það er skemmst frá því að segja að þá var ekki aftur snúi. Sú líðan sem mér hlotnaðist af þessu fæði varð til þess að ég ákvaðí samráði við Ásu mína að fylgja þessu fæði áfram. Það hef ég nú gert í um 3 ár með örfáum minniháttar undantekningum sem gjarnan tengjast matarboðum og það stendur ekki til að breyta því.

— Spurningar?—

Hafðu samband

Send message

Ef spurningar vakna geturðu haft samband hvenær sem þú vilt. Ég svara við fyrsta tækifæri

Alltaf á vaktinni
6923391
Selfoss, Ísland
carnivore@carnivore.is
Instagram
Facebook
YouTube
Twitter